Arsenal vann gríðarlega mikilvægan sigur í ensku úrvalsdeildinni í dag er liðið spilaði við granna sína í Tottenham.
Tottenham fékk alvöru skell í fyrri hálfleiknum í dag en Arsenal var komið með þriggja marka forystu eftir aðeins 38 mínútur.
Tottenham sá í raun aldrei til sólar í fyrri hálfleiknum þrátt fyrir að hafa verið meira með boltann og var staðan 3-0 fyrir gestunum eftir fyrstu 45 mínúturnar.
Cristian Romero lagaði stöðuna fyrir Tottenham á 64. mínútu en hann nýtti sér þar mistök markmanns gestanna, David Raya.
Undir lok leiks fékk Tottenham svo vítaspyrnu eftir brot Declan Rice og úr henni skoraði Heung Min Son örugglega.
Á sama tíma áttust við Bournemouth og Brighton þar sem það fyrrnefnda vann 3-0 sigur.
Tottenham 2 – 3 Arsenal
0-1 Pierre Emile Hojbjerg(’15, sjálfsmark)
0-2 Bukayo Saka(’27)
0-3 Kai Havertz(’38)
1-3 Cristian Romero(’64)
2-3 Heung Min Son(’87, víti)
Bournemouth 3 – 0 Brighton
1-0 Marcos Sensei(’13)
2-0 Enes Unal(’52)
3-0 Justin Kluivert(’87)