Joao Cancelo, leikmaður Barcelona, vildi ekki velja goðsögnina Lionel Messi í sitt besta fimm manna lið.
Cancelo fékk að velja alla þá leikmenn sem hann þekkir og þurfti ekki að velja þá sem hann hefur spilað með.
Landar Cancelo frá Portúgal fá svo sannarlega pláss en þeir eru þrír, Cristiano Ronaldo, Ruben Dias og Bernardo Silva.
Ederson, markmaður Manchester City, fékk pláss í liðinu en hann lék með Cancelo hjá enska félaginu þar sem hann er enn samningsbundinn.
Enginn annar en Ronaldinho fær síðasta pláss Cancelo sem er væntanlega ekki of vinsæll í borg Barcelona eftir að hafa hundsað Messi.
Messi er líklega vinsælasti leikmaður í sögu Barcelona og er af mörgum talinn besti leikmaður allra tíma.