Mauricio Pochettino, stjóri Chelsea, viðurkennir að hann hafi ekki rætt við eiganda félagsins Todd Boehly í marga mánuði.
Starf Pochettino er talið vera í hættu en gengi Chelsea á tímabilinu hefur alls ekki verið ásættanlegt.
Líkur eru á að Chelsea fái inn annan þjálfara fyrir næsta tímabil en liðið mætir Aston Villa í kvöld í erfiðum leik.
,,Ef ég á að vera hreinskilinn þá höfum við ekkert talað saman síðustu mánuði,“ sagði Pochettino.
,,Ekkert hefur breyst, við erum ekki að breyta neinu. Mitt viðhorf og mínar tilfinningar hafa ekki breyst þó samtalið sé ekki virkt.“