West Ham 2 – 2 Liverpool
1-0 Jarrod Bowen(’43)
1-1 Andy Robertson(’48)
1-2 Alphonse Areola(’65, sjálfsmark)
2-2 Michail Antonio(’77)
Liverpool er nú alveg búið að játa sig sigrað í baráttunni um enska meistaratitilinn eftir leik við West Ham í dag.
Um var að ræða fyrsta leik dagsins en Liverpool hefur undanfarið tapað gegn bæði Crystal Palace og svo Everton.
Liðinu mistókst að ná í þrjú stig í London í dag en leiknum við West Ham lauk með jafntefli.
Liverpool er með 75 stig í þriðja sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Arsenal sem á leik til góða og situr á toppnum.