Graham Potter, fyrrum stjóri Chelsea og Brighton, hefur ákveðið að hafna hollenska félaginu Ajax.
Frá þessu greinit Het Parool í Hollandi en Potter var víst í viðræðum við félagið sem er með íslenskan leikmann í sínum röðum.
Kristian Nökkvi Hlynsson spilar með Ajax og fær reglulega mínútur en liðið leitar að þjálfara fyrir næsta tímabil.
Potter var opinn fyrir því að ræða við Ajax sem gat þó ekki borgað Englendingnum næstum þau laun sem hann bað um.
Launakröfur Potter voru alltof háar en hann var á svakalegum samningi hjá Chelsea í fyrra.