Louis Saha, fyrrum leikmaður Manchester United, Everton og fleiri liða, hefur hvatt landa sinn Zinedine Zidane til að taka við fyrstnefnda liðinu.
Zidane er einn af þeim sem hefur verið orðaður við stjórastarfið hjá United en mikil óvissa er hvað verður um núverandi stjóra, Erik ten Hag, í sumar.
„Ég hef sagt það í nokkur ár að Zidane yrði frábær ráðning fyrir United. Ég sé nákvæmlega ekkert slæmt við það,“ segir Saha.
Franska knattspyrnugoðsögnin Zidane hefur hingað til aðeins stýrt Real Madrid á stjóraferlinum. Hefur hann náð stórkostlegum árangri og til að mynda unnið Meistaradeildina þrisvar.
Zidane hefur þó verið án starfs síðan 2021.