Þremur leikjum af fjórum í kvöld er lokið í Mjólkurbikar karla.
Stærsti leikurinn var án efa á Hlíðarenda þar sem Valur tók á móti FH.
Það er óhætt að segja að heimamenn hafi stjórnað þessum leik frá A-Ö. Hólmar Örn Eyjólfsson kom þeim yfir strax á 5. mínútu með skallamarki eftir hornspyrnu Gylfa Þórs Sigurðssonar. Patrick Pedersen bætti við marki þegar um fimm mínútur lifðu fyrri hálfleiks og staðan í hálfleik var 2-0.
Yfirburðir Vals voru áfram miklir og Tryggvi Hrafn Haraldsson kom þeim í 3-0 snemma í seinni hálfleik. Seint í leiknum varð vont verra fyrir FH þegar varamaðurinn Grétar Snær Gunnarsson fékk beint rautt spjald.
Þá var spennandi leikur í Laugardalnum þar sem Lengjudeildarlið Þróttar tók á móti Bestu deildarliði HK. Gestirnir unnu 1-2 með mörkum nýja mannsins. George Nunn.
Þá burstaði KR 4. deildarlið KÁ, sem þó komst yfir, 2-9.
Valur 3-0 FH
1-0 Hólmar Örn Eyjólfsson
2-0 Patrick Pedersen
3-0 Tryggvi Hrafn Haraldsson
Þróttur R. 1-2 HK
0-1 George Nunn
1-1 Viktor Andri Hafþórsson
1-2 George Nunn
Markaskorarar af Fótbolta.net
KÁ 2-9 KR
1-0 Bjarki Sigurðsson
1-1 Benoný Breki Andrésson
1-2 Luke Rae
1-3 Benoný Breki Andrésson
1-4 Luke Rae
2-4 Friðleifur Friðleifsson (Víti)
2-5 Axel Óskar Andrésson
2-6 Alex Þór Hauksson
2-7 Óðinn Bjarkason
2-8 Óðinn Bjarkason
2-9 Eyþór Aron Wöhler
Markaskorarar af Fótbolta.net