Samkvæmt Manchester Evening News ræða leikmenn Coventry nú sín á milli um það hversu lélegur Marcus Rashford var í leik liðanna á sunnudag.
Coventry og Manchester United mættust þá í undanúrslitum enska bikarsins þar sem United vann sigur í vítaspyrnukeppni.
MEN segir að leikmenn Coventry hafi verið steinhissa á því hversu lélegur Rashford var, leikurinn var einn af mörgum slökum leikjum Rashford á þessu tímabili.
Rashford var tekinn af velli í framlengingu en United komst í 3-0 í venjulegum leiktíma en tapaði því niður og leikurinn endaði í framlengingu.
Rashford hefur átt mjög erfitt tímabil og ekki fundið sama takt og á síðustu leiktíð þar sem hann raðaði inn mörkum.