Samkvæmt Telegraph hefur Erik ten Hag mánuð til að bjarga starfi sínu hjá Manchester United, betri spilamennska er krafan.
Blaðið segir að sjö nöfn hafi komið upp í umræðunni hjá Manchester United um það hver gæti tekið við af Ten Hag.
Gareth Southgate og Graham Potter eru nefndir til sögunnar en samkvæmt Telegraph eru uppi spurningarmerki hvort þeir gætu stjórnað klefanum.
Thomas Tuchel sem er að hætta með Bayern vill koma til Englands og er nefndur til sögunnar hjá United. Persónuleiki hans er eitthvað sem er mínus í bókum United.
Ruben Amorim hjá Sporting Lisbon er einnig á blaði en bæði Liverpool og West Ham hafa skoðað það.
Roberto De Zerbi, Thiago Motta og Michel eru einnig nefndir. Varðandi De Zerbi þá efast menn um það hvort hann höndli það að stýra stóru félagi, pressan gæti náð til hans.