Liverpool hefur sett sig í samband við Arne Slot, stjóra Feyenoord.
Fabrizio Romano greinir frá þessu en Liverpool er í stjóraleit þar sem Jurgen Klopp kveður í sumar.
Romano segir að Slot hafi tekið einn fund með Liverpool og að annar sé á dagskrá.
Xabi Alonso var efstur á óskalista Liverpool en hann verður áfram hjá Bayer Leverkusen. Ruben Amorim hefur einnig verið orðaður við starfið en það er ólíklegt sem stendur að hann taki við.
🚨🔴 Liverpool had direct contact with Arne Slot as candidate for the job.
One direct contact took place with Feyenoord manager and understand one more is already scheduled.
Slot, part of #LFC shortlist. pic.twitter.com/jcl92BYOfk
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 23, 2024