Ekki er enn búið að ráða inn framkvæmdarstjóra hjá KSÍ og óvíst er hvenær það verður gert. Ferlið gengur þó vel samkvæmt fundargerð KSÍ.
Klara Bjartmarz sagði upp störfum hjá KSÍ og hætti í lok febrúar, ekki hefur ráðið í hennar stað en Jörundur Áki Sveinsson hefur tímabundið verið í starfinu.
Nokkuð margir hafa verið orðaðir við starfið en Þorvaldur Örlygsson formaður KSí stýrir ferlinu.
„Ráðning framkvæmdastjóra. Þorvaldur Örlygsson formaður KSÍ upplýsti stjórn um ferlið og hvernig staðan er. Málið í góðum farvegi,“ segir í fundargerð KSÍ.
Nefnt hefur verið að beðið sé eftir því að Klara fari af launaskrá áður en ráðið verður formlega í starfið.