Blaðamaðurinn Rudy Galetti segir að Al-Nassr muni í sumar reyna að klófesta Kevin de Bruyne frá Manchester City.
Ljóst er að félögin í Sádí Arabíu ætla að halda áfram að gera stóra hluti á markaðnum.
Búist er við að Mohamed Salah fái vænleg tilboð frá Sádí Arabíu í sumar og að Liverpool sé tilbúið að skoða það að selja hann.
De Bruyne verður 32 ára gamall í sumar og það gæti heillað hann að fá vænlegan launatékka á síðustu árum ferilsins.
Al-Nassr er með nokkrar stjörnur í sínum hópi en þar eru meðal annars Cristiano Ronaldo, Sadio Mane og Aymeric Laporte.