Chelsea ætlar að bjóða Cole Palmer nýjan samning á næstunni þrátt fyrir að hann eigi sex ár eftir af þeim gamla. Mirror segir frá þessu.
Palmer hefur verið stórkostlegur fyrir Chelsea frá því hann kom frá Manchester City í sumar. Kappinn er kominn með 25 mörk.
Englendingurinn ungi skrifaði undir sex ára samning þegar hann kom í fyrra en er þó aðeins með um 80 þúsund pund í vikulaun, sem þykir lítið samanborið við launahæstu menn Chelsea.
Félagið vill verðlauna hann á næstunni með góðri launahækkun.
Chelsea mætir Arsenal í sínum næsta leik klukkan 19 í kvöld. Palmer hefur verið að glíma við veikindi og mikil óvissa er með þátttöku hans í þeim leik.