Arsenal og Manchester City eru bæði að skoða það að kaupa Bruno Guimaraes miðjumann Newcastle. Telegraph fjallar um málið.
Bæði félög eru að skoða Bruno en klásúla er í samningi hans sem gerir honum kleift að fara fyrir 100 milljónir punda.
PSG er einnig með Bruno á sínu blaði en Arsenal vill halda áfram að styrkja miðsvæði sitt.
Arsenal borgaði 105 milljónir punda fyrir Declan Rice síðasta sumar og vill félagið fá fleiri menn inn á það svæði.
Manchester City vill styrkja lið sitt og er Bruno ofarlega á blaði en Newcastle þarf að selja leikmenn í sumar til að létta á bókhaldinu vegna FFP.