Al-Nassr í Sádi-Arabíu hefur áfram mikinn áhuga á Kevin De Bruyne, leikmann Manchester City, og ætlar sér að klófesta hann í sumar. Þetta segir ítalski blaðamaðurinn Rudy Galetti.
Sádar hafa áður verið í sambandi við De Bruyne og á næstu vikum munu þeir gera það á ný.
Al-Nassr er sem stendur eina félagið sem hefur reynt við Belgann en ekki er loku fyrir það skotið að önnur félög í Sádi-Arabíu geri atlögu að því að fá hann.
De Bruyne á ár eftir af samningi sínum við City en þessi 32 ára gamli leikmaður gæti þykkt budduna vel í Sádí á seinni stigum ferilsins.
🚨‼️ #AlNassr remain interested in #DeBruyne for the summer.
🗣️ The Saudi negotiator – with club's representatives – will contact again the 🇧🇪 player in the coming weeks.
👀 It cannot be ruled out that other 🇸🇦 teams will decide to join the race for Kevin before June. #MCFC pic.twitter.com/8vsaFCshko
— Rudy Galetti (@RudyGaletti) April 22, 2024