Avram Glazer var mættur á undanúrslitaleik enska bikarsins í gær þegar liðið hans Manchester United vann sigur á Coventry í vítaspyrnukeppni.
Glazer mætir ekki oft á leiki hjá United en hann lætur oftar en ekki sjá sig þegar liðið kemst á Wembley.
Glazer fjölskyldan á rúmælega 70 prósenta hlut í United en Sir Jim Ratcliffe og hans félagar stýra félaginu af stærstum hluta í dag.
Glazer fundaði í London fyrir leikinn en þar vakti nokkra athygli að hann fundaði með Ed Woodward fyrrum stjórnarformanni félagsins.
Woodward hætti störfum á síðustu leiktíð en fundaði með Glazer í gær þar sem líklega var farið yfir reksturinn hjá United en Woodward þekkir hann út og inn.
Fundurinn fór fram á hóteli í Mayfair hverfinu í London þar sem ríka og fræga fólkið nýtur lífsins.