Jóhann Berg Guðmundsson var á meðal markaskorara í ensku úrvalsdeildinni í dag en fyrri leikjum dagsins er lokið.
Landsliðsmaðurinn kom inná sem varamaður og hjálpaði Burnley að vinna öruggan 4-1 útisigur á Sheffield United.
Burnley er í harðri fallbaráttu en er aðeins þremur stigum frá öruggu sæti og á enn eftir að spila fjóra leiki.
Luton er einn af keppinautum Burnley í fallbaráttunni og tapaði sannfærandi 5-0 heima gegn Brentford á sama tíma.
Nottingham Forest er í öruggu sæti með 26 stig, þremur stigum meira en Burnley en á leik til góða gegn Everton á útivelli.
Sheffield United 1 – 4 Burnley
0-1 Jacob Bruun Larsen(’38)
0-2 Lorenz Assignon(’40)
1-2 Gustavo Hamer(’52)
1-3 Lyle Foster(’58)
1-4 Jóhann Berg Guðmundsson(’71)
Luton 1 – 5 Brentford
0-1 Yoane Wissa(’24)
0-2 Yoane Wissa(’45)
0-3 Ethan Pinnock(’62)
0-4 Keane Lewis-Potter(’64)
0-5 Kevin Schade(’86)
1-5 Luke Berry(’90)