Kevin de Bruyne gæti og mun líklega enda feril sinn í Bandaríkjunum ef þú spyrð fyrrum sóknarmann ensku úrvalsdeildarinnar, Christian Benteke.
Benteke leikur með DC United í Bandaríkjunum í dag en var áður á mála hjá Aston Villa, Liverpool og Crystal Palace.
De Bruyne er einn besti miðjumaður heims en hann hefur lengi gert garðinn frægan með Manchester City.
Benteke og De Bruyne þekkjast vel og koma báðir frá Belgíu en sá fyrrnefndi telur að MLS deildin í Bandaríkjunum henti landa sínum vel.
,,Hann er 32 ára gamall og hefur spilað í Evrópu í mörg, mörg ár,“ sagði Benteke við blaðamenn.
,,Ef þú spyrð mig þá sé ég hann fyrir mér í liði í Los Angeles.“