Arsenal þarf að vinna lið Wolves í kvöld í ensku úrvalsdeildinni en um er að ræða lokaleik laugardags.
Arsenal er í harðri toppbaráttu í úrvalsdeildinni og getur komist á toppinn með sigri á Molineaux vellinum.
Gestirnir frá London hafa verið í smá lægð undanfarið og eru úr leik í Meistaradeildinni og töpuðu þá gegn Aston Villa heima í síðustu umferð.
Hér má sjá byrjunarlið kvöldsins.
Wolves: Sa, Bueno, Kilman, Bueno, Toti, Traore, Gomes, Doherty, Hwang, Doyle, Chirewa.
Arsenal: Raya, White, Saliba, Gabriel, Kiwior, Odegaard, Rice, Havertz, Saka, Jesus, Trossard.