Chelsea á enn von á að vinna titil á þessu tímabili en þarf þá að mæta tilbúið til leiks gegn Englandsmeisturum Manchester City í dag.
Um er að ræða leik í undanúrslitum enska bikarsins en seinni undanúrslitin fara fram á morgun er Coventry og Manchester Unitd eigast við.
Erling Haaland er ekki með City í dag og er Julian Alvarez maðurinn sem leiðir línuna að þessu sinni.
Hér má sjá byrjunarliðin á Wembley.
Man City: Ortega; Walker, Stones, Akanji, Ake; Rodri; Foden, Bernardo, De Bruyne, Grealish; Alvarez.
Chelsea: Petrovic; Gusto, Chalobah, Thiago Silva, Cucurella; Caicedo, Enzo; Madueke, Gallagher, Palmer; Jackson.