Erik ten Hag er ekki tilbúinn að setjast og ræða málin við Jadon Sancho með það í huga að hann snúi aftur til félagsins í sumar.
Sancho er að komast í gang hjá Dortmund eftir að hafa verið lánaður til Dortmund í janúar, hann er ekki í plönum Ten Hag.
Ten Hag og Sancho fóru í stríð í september og eftir það fékk Sancho ekki að æfa með þeim og var sendur út.
„Að sjálfsögðu fylgist ég með þeim leikmönnum sem við höfum lánað, þetta var frábær leikur hjá Dortmund og Atletico. Það er gott fyrir Jadon að hann hafi átt þátt í sigrinum,“ sagði Ten Hag.
Hann var spurður að því hvort hann gæti hugsað sér að gefa Sancho tækifæri aftur.
„Nei en við vitum að Jadon Sancho er frábær leikmaður. Það eru enginn tíðindi fyrir okkur eða hefur verið vandamálið,“ segir Ten Hag sem gæti þó misst starfið hjá United sem gæti opnað dyrnar fyrir Sancho.