Endrick, verðandi leikmaður Real Madrid, sagði í hlaðvarpi á dögunum frá samningi sem hann og kærasta hans eru með sín á milli.
Hinn 17 ára gamli Endrick gengur í raðir Real Madrid í sumar frá Palmeiras, þegar hann verður 18 ára gamall. Spænska félagið borgar 60 milljónir evra fyrir hann.
Hann er í sambandi með hinni tvítugu Gabriely Miranda. Hún starfar sem fyrirsæta.
Þau eru með samning í sambandi sínu og verða þau að fara eftir hinum ýmsu reglum.
Þurfa þau til að mynda að segjast elska hvort annað í öllum aðstæðum. Þá mega þú ekki vera háð neinu og skyndilegar breytingar í hegðun eru ekki í boði.
Þjálfari Palmeiras hefur áður látið í ljós áhyggjur af því að líf Endrick utan vallar gæti truflað hann á fótboltavellinum þegar fram líða stundir.