Carlo Ancelotti brast í grát þegar Casemiro ákvað að ganga í raðir Manchester United fyrir tveimur árum, hann vildi ekki selja miðjumanninn.
Real Madrid var tilbúið að leyfa Casemiro að fara en hann taldi sig hafa afrekað allt sem hann gat með Real Madrid.
„Ég efaðist einu sinni um það fara frá Madrid til Manchester United,“ segir Casemiro í dag.
„Þetta var á föstudegi og allt var klappað og klárt, ég átti að æfa og gerði það ekki. Ég átti bara eftir að skrifa undir.“
„Ég ætlaði að tala við Ancelotti en hann vissi að ég væri að fara.“
Casemiro gekk svo á fund Ancelotti. „Ég fór á skrifstofu hans, hann snéri sér við og grét. Carlo sagði mér að hann vildi að ég færi ekki, að hann elskaði mig mikið. Ég hafði sagt já við United og það var mikilvægt að standa við það.“