Keppni í Bestu deild kvenna hefst á sunnudaginn með tveimur leikjum.
Íslandsmeistarar Vals taka á móti Þór/KA í opnunarleiknum klukkan 15:00 á N1-vellinum Hlíðarenda. Klukkutíma síðar hefst leikur Tindastóls og FH á Sauðárkróki.
Á mánudaginn klárast umferðin með þremur leikjum. Breiðablik tekur á móti Keflavík, Stjarnan tekur á móti nýliðum og bikarmeisturum Víkings og Fylkir tekur á móti Þrótti.
Leikirnir í Bestu-deild kvenna verða í beinni útsendingu á Stöð 2 sport eða Bestu-deildar rásum Stöðvar 2.