Georgiy Sudakov 21 árs gamall miðjumaður Shaktar Donetsk frá Úkraínu gæti orðið eftirsóttasti bitinn í Evrópu í sumar miðað við fréttir.
Þar segir að Arsenal, Chelsea, Liverpool, Manchester City og Manchester United vilji öll fá hann í sumar.
Evening Standard segir að Shaktar viti af öllum þessum áhuga og búist við því að selja hann í sumar.
Sudakov kom öflugur inn í landslið Úkraínu gegn Íslandi og átti stóran þátt í báðum mörkum liðsins þegar liðið tryggði sig inn á Evrópumótið.
Sudakov er öflugur miðjumaður en lið á Englandi gætu farið að bjóða í hann á næstu vikum til að reyna að tryggja sér hann.