Enski bikarinn tekur nokkuð miklum breytingum á næstu leiktíð en enginn umferð mun nú fara fram í miðri viku eins og oft hefur verið.
Aldrei verður leikur endurtekinn og alltaf verður leikið til þrauta.
Ástæðurnar eru nokkrar en ein af þeim eru fleiri leikir í Meistaradeildinni sem verður til þess að ekki er hægt að spila í miðri viku áfram.
Önnur breyting verður líka og engir leikir í ensku úrvalsdeildinni verða á sömu helgum og spilað verður í bikarnum.
Um helgina sem dæmi fara fram undanúrslit enska bikarsins og fullt af leikjum í ensku úrvalsdeildinni fara fram sömu helgi. Slíkt verður ekki á næstu leiktíð.