Kylian Mbappe kveikti bál eftir sigur PSG á Barcelona í vikunni með því að fagna í andlitið á leikmönnum Barcelona eftir leik.
Mundo Deportivo segir að 60 manns hafi tekist á í göngunum eftir laik þar sem PSG vann 6-4 sameiginlegt í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.
Mbappe sem er 25 ára gamall átti frábæran leik en eftir leik var gleðin mikil.
Spænska blaðið segir að Mbappe hafi labbað inn göngin og byrjað að góla á spænsku. „Þetta er fótbolti og við tölum á vellinum,“ sagði Mbappe.
Það fór illa í þjálfara og leikmenn Barcelona sem veittust að Mbappe og fleiri blönduðu sér í málið.
Þetta gæti ýtt undir meiri læti á næsta tímabili þegar Mbappe verður líklega leikmaður Real Madrid og mætir Barcelona.