Marseille er síðasta liðið inn í undanúrslit Evrópudeildarinnar. Liðið vann Benfica í vítaspyrnukeppni í kvöld.
Fyrri leik liðanna lauk með 2-1 sigri Benfica en Marseille vann 1-0 á heimavelli í kvöld með marki Faris Moumbagna á 80. mínútu.
Niðurstaðan samanlagt því 2-2 og farið í framlengingu. Þar var ekkert skorað og úrslitin réðust því í vítaspyrnukeppni, þar sem Marseille hafði betur og er komið í undanúrslit.
Undanúrslit Evrópudeildarinnar
Marseille – Atalanta
Roma – Bayer Leverkusen