Það bendir ansi margt til þess að Liverpool muni sækja sér fjármuni í sumar með því að selja Mohamed Salah til Sádí Arabíu.
Salah mun þá eiga ár eftir af samningi sínum og Liverpool telur sig geta fengið nálægt 200 milljónumu punda.
Nú segir Fichajes á Spáni að Liverpool horfi á Mohammed Kudus leikmann West Ham sem mögulegan arftaka.
Kudus hefur reynst West Ham frábær eftir að hann kom frá Ajax en hann er 23 ára gamall og kemur frá Ghana.
Kudus hefur kraft og áræðni sem gæti hentað Liverpool vel næsta vetur ef Salah fer til Sádí Arabíu í seðlana.