Forráðamenn Everton hafa ekki tekið samtalið um það hvort reka eigi Sean Dyche úr starfi eftir slæmt gengi undanfarnar vikur.
Neistinn virðist farin úr liði Everton en búið er að taka sex stig af liðinu á tímabilinu vegna brota félagsins um fjármál.
Dyche og félagar töpuðu 6-0 gegn Chelsea á mánudag og er Everton áfram í gríðarlegri fallhættu.
Dyche er á sínu öðru tímabili með Everton en nú þegar sex umferðir eru eftir þarf hann að bjarga Everton frá falli.
Dyche þekkir það að bjarga sér úr fallbaráttu en hann var lengi vel með Burnley í vandræðum en bjargaði sér oftast.