Pétur Pétursson, þjálfari Vals, er brattur fyrir komandi leiktíð. Hans lið freistar þess að vinna Íslandsmeistaratitilinn fjórða árið í röð.
Val var spáð Íslandsmeistaratitlinum í spá fyrirliða, þjálfara og formanna sem opinberuð var á kynningarufundi Bestu deildarinnar. Pétur ræddi við 433.is á fundinum en hans lið ætlar sér titilinn.
„Þetta er mikið til nýr hópur svo það er ekkert mál að gíra hópinn. Þetta er bara markmið sem við höfum,“ sagði hann.
Nokkrar breytingar hafa orðið á leikmannahópi Vals í vetur og var Pétur spurður út í blönduna á hópnum.
„Hún virkar ágætlega finnst manni og vonandi verður það svoleiðis.“
Amanda Andradóttir er einn allra hæfileikaríkasti leikmaður deildarinnar. Pétur var spurður að því hvort hann væri bjartsýnn á að halda henni hér heima út tímabilið.
„Það er bara undir henni komið. Henni líður vel hjá okkur og er að standa sig vel. Á meðan hún er í Val er það bara ánægjuefni.“
Nánar er rætt við Pétur í spilaranum.