Manchester United vill selja Antony í sumar samkvæmt ítalska blaðamanninum Rudy Galetti.
Antony gekk í raðir United frá Ajax á um 100 milljónir evra fyrir síðustu leiktíð en hefur engan veginn staðið undir væntingum.
Félagið áttar sig á að það fái ekkert nálægt þeirri upphæð fyrir hann en vill þó selja hann til að bæta reksturinn og lækka launakostnað.
Ekkert félag hefur sem stendur haft samband við United vegna Antony en Galetti segir enska félagið vonast til að það breytist á næstu vikum.
🚨↩️ #Antony, #ManUTD – as told – would like to part ways with him in the summer to repay – in part – the investment and to lighten team salaries.
❌ To date, no one approached the 🏴 club showing interest in the 🇧🇷.
🤞🏼 #MUFC hope that things will change in the coming weeks. pic.twitter.com/0tyvxwqcqA
— Rudy Galetti (@RudyGaletti) April 16, 2024