Andy Robertsson, bakvörður Liverpool, var gagnrýninnn á nokkra liðsfélaga sína eftir tapið gegn Crystal Palace í gær.
Liverpool tapaði ansi óvænt 0-1 og vonir liðsins um að vinna Englandsmeistaratitilinn á síðustu leiktíð Jurgen Klopp við stjórnvölinn minnkuðu.
Robertson hefði viljað sjá sóknarmenn liðsins nýta möguleika sína betur.
„Þú verður að nýta færin þín. Leikmennirnir í fremstu víglínu verða bara að gera betur,“ sagði hann eftir leik.
Leikurinn hefði getað farið enn verr fyrir Liverpool en Robertson bjargaði á línu í fyrri hálfleik. Hann fríaði varnarlínuna ekki undan allir ábyrgð.
„Varnarmennirnir geta líka gert betur. Við þurfum að vera meira sem ein heild í öftustu línu,“ sagði hann.
Eftir úrslit helgarinnar er Liverpool, eins og Arsenal, tveimur stigum á eftir toppliði Manchester City.