Erik ten Hag, stjóri Manchester United, veit ekki hvort Marcus Rashford og Scott McTominay geti verið með gegn Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni á morgun.
McTominay missti af leiknum gegn Liverpool um síðustu helgi og Rashford er tæpur vegna meiðsla.
„Ég held að Scott geti ekki verið,“ sagði Ten Hag.
„Við erum með æfingu í dag, við erum með dag til viðbótar og hann vill ólmur vera með. Þetta er því stórt spurningarmerki.“
„Rashford æfði í gær en við verðum að sjá hvernig sú æfing fór í hann. Við erum með æfingu í dag og tökum svo ákvörðun.“
Raphael Varane, Jonny Evans og Lisandro Martinez eru áfram frá vegna meiðsla miðað við fréttir dagsins.