Tveimur leikjum er lokið það sem af er kvöldi í Sambandsdeildinni. Um var að ræða fyrri leiki í 8-liða úrslitum.
Í Tékklandi fór fram afar lokaður leikur milli Viktoria Plzen og Fiorentina og lauk honum með markalausu jafntefli. Allt fjörið var í Grikklandi þar sem Olympiacos tók á móti Fenerbahce.
Heimemenn leiddu 2-0 í hálfleik með mörkum frá Kostantinos Fortounis og Stevan Jovetic, fyrrum leikmanni Manchester City, Inter og fleiri liða.
Það stefndi svo í ansi þægilegan dag á skrifstofunni fyrir Olympiacos þegar Chiquinho kom þeim í 3-0 á 57. mínútu. Þá vaknaði tyrkneska liðið hins vegar til lífsins.
Dusan Tadic minnkaði muninnn á 68. mínútu og skömmu síðar var staðan orðin 3-2 þegar Irfan Can Kahveci skoraði.
Það urðu lokatölur og allt galopið fyrir seinni leikinn.