Það vakti nokkra athygli í gær þegar byrjunarlið Manchester City var opinberað fyrir leik liðsins gegn Real Madrid í gær að enginn Kevin de Bruyne var í liðinu.
De Bruyne átti að vera í liðinu en þegar komið var á Santiago Bernabeu völlinn byrjaði kappinn að æla.
„Honum líður ekki vel,“ sagði Pep Guardiola fyrir leikinn sem var fyrri leikurinn í átta liða úrslitum.
„Við vorum að funda og hann var klár, við förum svo á völlinn og inn í klefa byrjar hann að æla.“
„Hann kom til mín og sagðist ekki vera klár,“ sagði Guardiola um sinn mikilvægasta leikmann.