Því er haldið fram í enskum fjölmiðlum að Manchester United ætli að leyfa Raphael Varane að fara frítt frá félaginu í sumar.
Samningur Varane við United er á enda í sumar en félagið hefur ákvæði um að framlengja hann.
United hefur hins vegar ekki hug á því að nýta sér það en Varane er meðal launahæstu leikmanna félagsins.
Varane kom til United fyrir þremur árum frá Real Madrid, hann hefur verið mikið meiddur.
Einhverjar viðræður hafa átt sér stað um launalækkun við Varane en þær ekki borið mikinn árangur.