Það er heldur betur farið að styttast í annan endann í ensku úrvalsdeildinni og er titilbaráttan enn galopin.
Arsenal er komið á topp deildarinnar. Það varð ljóst þegar liðið vann Brighton 0-3 á laugardag og Liverpool mistókst svo að vinna Manchester United í gær.
Skytturnar eru með 71 stig, eins og Liverpool en ofar á markatölu. Manchester City er svo í þriðja sæti með 70 stig.
Öll liðin eiga sjö leiki eftir og hér að neðan má sjá hvernig dagskráin lítur út.
Arsenal
Aston Villa (H), Wolves (Ú), Chelsea (H), Tottenham (Ú), Bournemouth (H), Manchester United (Ú), Everton (H)
Liverpool
Crystal Palace (H), Fulham (Ú), Everton (Ú), West Ham (Ú), Tottenham (H), Aston Villa (Ú), Wolves (H)
Manchester City
Luton (H), Brighton (Ú), Nottingham Forest (Ú), Wolves (H), Fulham (Ú), West Ham (H), Tottenham (Ú, óstaðfestur leiktími)