Nadía Atladóttir hefur skrifað undir samning við Val í Bestu deild kvenna en frá þessu er greint í kvöld.
Það er bróðir Nadíu, Patrik Snær Atlason, sem staðfestir þessar fregnir en Nadía yfirgaf lið Víkings á dögunum.
Nadía var besti leikmaður Víkings síðasta sumar en hún er 24 ára gömul og spilar sem sóknarmaður.
Valur er að fá mikinn liðsstyrk fyrir komandi átök en flautað verður til leiks í Bestu deild kvenna síðar í mánuðinum.
Hún hjálpaði Víkingum að vinna Mjólkurbikarinn sem og Lengjudeildina á síðustu leiktíð.