Jesse Lingard hefur svarað fyrir sig eftir að þjálfari FC Seoul í Suður Kóreu gagnrýndi viðhorf leikmannsins.
Kim Gi-dong, þjálfari Seoul, er ekki hrifinn af Lingard sem skrifaði undir samning hjá félaginu fyrr á þessu ári.
Kim segist vera að íhuga að hætta að nota Lingard og segir hann hlaupa lítið sem ekkert í leikjum og spyr sig hvernig hann sé betri en leikmaður sem nennir að hlaupa í 90 mínútur.
Lingard hefur aðeins spilað þrjá fyrir Seoul hingað til án þess að skora mark en hann er fyrrum enskur landsliðsmaður og leikmaður Manchester United.
Englendingurinn hefur væntanlega ekki hjálpað sjálfum sér með nýjustu ummælum sínum en hann virtist þar svara Kim fullum hálsi.
Lingard meiddist í lok mars en er byrjaður að æfa á ný og verður fróðlegt að sjá hvað gerist í framhaldinu.
,,Ég get ekki logið að ykkur, þetta kjaftæði fer yfir strikið en ég held áfram,“ sagði Lingard á Instagram síðu sinni.
,,Sættið ykkur við hlutina, látið fortíðina eiga sig og trúið á framhaldið. P.S við erum komnir aftur á grasið.“