Cole Palmer, leikmaður Chelsea, hefur verið besti leikmaður liðsins á þessu tímabili og verður líklega í landsliðshópnum á EM í sumar.
Um er að ræða Englending sem kom til Chelsea fyrir tímabilið frá Englandsmeisturum Manchester City.
Palmer er með áhugamál utan knattspyrnunnar en hann hefur eytt góðri upphæð í fallegan bílaflota.
Palmer er með svokallaða bíladellu en hann er 21 árs gamall og mun þessi floti væntanlega stækka á næstu árum.
Myndir af nokkrum bílum hans í dag má sjá hér fyrir neðan.