Besta deild karla fer af stað á laugardag og 433.is er að sjálfsögðu með spá fyrir leiktíðina. Spáin var opinberuð í Íþróttavikunni sem kemur út vikulega. Þar voru Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson að vanda og í þetta sinn sat sparkspekingurinn og hlaðvarpsstjarnan Kristján Óli Sigurðsson með þeim.
5. sæti: KR
Lykilmaður: Aron Sigurðarson
Niðurstaða í fyrra: 6. sæti
,,Þetta byrjar rosalega vel hjá KR í vetur, þeir signa Aron Sig og svo Alex Þór Hauksson og svo finnst mér þetta dofna bara, svo kemur Axel en það vantar helling í þetta KR lið,“ sagði Hrafnkell.
Kristján ræðir svo ráðninguna á Gregg Ryder og hlær að því að hann hafi verið ofarlega á óskalista félagsins.
,,Þeir hafa verið hátt uppi í vetur og þetta var ‘the chosen one’ segja þeir sem var mesta lygi sem ég hef séð í fjölmiðlum í vetur. Gregg var númer 18 á lista og ég held að Keli hafi verið númer 17 en afþakkaði, mikið að gera í málningunni,“ segir Kristján.