Mundo Deportivo á Spáni segir að forráðamenn Barcelona séu að teikna upp planið til að fá Erling Haaland eftir rúmt ár.
Forráðamenn Barcelona vilja fá Haaland til að fylla í skarð Robert Lewandowski sumarið 2025.
Barcelona ætlar að taka til í bókhaldinu hjá sér í sumar og reyna að búa til pláss fyrir launapakka Haaland eftir rúmt ár.
Haaland hefur mikið verið orðaður við lið á Spáni undanfarið og þá sérstaklega Real Madrid en Barcelona virðist ætla að vera með.
Haaland er á sínu öðru tímabili með City en hann hefur verið talsvert frá sínu besta undanfarnar vikur.