Aðdáendur Liverpool voru ansi hrifnir af tilraun Alexis Mac Allister, leikmanns liðsins, til að líkja eftir hreimnum sem almennt er ríkjandi í borginni í viðtali á dögunum.
Mac Allister hefur verið frábær undanfarið fyrir Liverpool og ekki varð hann minna vinsæll eftir klippu sem birtist af honum á dögunum þar sem hann reyndi við hreiminn.
Þar var hann í viðtali á sjónvarpsstöð Liverpool og á milli upptaka spurði þáttastjórnandinn Rubi Deschamps: „Er ég búin núna?“
Mac Allister hermdi eftir þessu og reyndi við sama hreim og núna.
„Ég vona að það sé verið að taka upp þegar hann reynir við þennan hreim (e. scouse accent),“ sagði Deschamps þá.
„Þetta er óvænt mjög gott hjá Mac Allister,“ skrifaði einn netverji um hreiminn.
„Hann er búinn að vera hér í nokkra mánuði en er strax einn af okkur,“ skrifaði annar.
Mac Allister gekk í raðir Liverpool í sumar frá Brighton.
Hér að neðan má sjá klippuna sem um ræðir.
Why is Alexis Mac Allister scouse accent actually so good 😂pic.twitter.com/Z8GZMHg5V2
— Anything Liverpool (@AnythingLFC_) March 27, 2024