Fabrizio Romano segir að sú ákvörðun Xabi Alonso að taka ekki við FC Bayern geti hjálpað Arsenal að sækja leikmann sem er þó ekki tengdur þessu máli.
Martin Zubimendi miðjumaður Real Sociedad var á óskalista Bayern þegar Alonso var líklegur til þess að taka við.
Zubimendi hefur svo einnig verið á lista Arsenal. „Zubimendi er á lista hjá Arsenal, hann var efstur á lista hjá Bayern ef Alonso myndi taka við,“ segir Romano.
Alonso ákvað að hafna bæði Bayern og Liverpool til að halda með Bayer Leverkusen. „Bayern hefur enn álit á Zubimendi en það er undir næsta þjálfara.“
Zubimendi mun kosta um 51 milljón punda en Mikel Arteta hefur gríðarlega mikla trú á miðjumanninum.