Eiginkonur enskra landsliðsmanna ætla að borga um 20 milljónir í sumar til að vera með sérþjálfaða öryggisverði á Evrópumótinu.
Konurnar og eiginmenn þeirra vilja auka öryggi þeirra á mótinu þar sem óttinn við hryðjuverk er nokkur.
Evrópumótið í knattspyrnu hefst eftir 75 daga í Þýskalandi en stríðsástand í heiminum og árás ISIS liða í Moskvu á dögunum hefur skapað auknar áhyggjur.
„Við erum að skipuleggja málin enn betur en áður og undirbúum okkur undir allar mögulegar árásir,“ sagði Nancy Faeser ráðherra í Þýskalandi.
Í Þýskalandi eru aðilar þar í landi að skipuleggja sig vel og ætla að gera allt til þess að koma í veg fyrir árásir af þessu tagi.
Hins vegar vilja konur landsliðsmanna frá Englandi frekar kaupa sér þjónustu af aðilum sem þekkja erfiðar aðstæður, frekar en að láta starfsmenn enska sambandsins sjá um málin.