Óskar Hrafn Þorvaldsson fer vel af stað með Haugesund í norsku úrvalsdeildinni en liðið vann sigur á Odd.
Um var að ræða fyrsta leik mótsins og fyrsta formlega leikinn sem Óskar stýrir liðinu.
Ismael Seone reyndist hetja Haugseund en markið kom í uppóbtartíma.
Anton Logi Lúðvíksson var í byrjunarliði Haugesunds en Hlynur Freyr Karlsson kom inn sem varamaður í lok leiks.
Óskar keypti þá Anton og Hlyn frá Íslandi fyrir þetta tímabil.