Breska götublaðið The Sun birti ansi áhugaverða tölfræði í dag sem sýnir hvernig taflan í ensku úrvalsdeildinni myndi líta út ef enginn uppbótartími væri.
Uppbótartíminn hefur lengst mikið á þessu tímabili þar sem fleiri þættir eru teknir inn í myndina er kemur að honum og því er þetta skemmtileg samantekt.
Manchester City væri á toppi deildarinnar án uppbótartíma. Liðið er stigi á eftir Arsenal og Liverpool í raunverulegu töflunni en án uppbótartíma væri liðið 5 stigum á undan Arsenal og 7 á undan Liverpool.
Manchester United væri í örlítið betri málum hvað baráttuna um fimmta sætið varðar og þá hefðu þrjú lið í fallbaráttunni haft gott að því ef leikir hefðu verið flautaðir af eftir 90 mínútur.
Hér að neðan er þessi áhugaverða tafla í heild.