Richarlison, leikmaður Tottenham, upplifði gríðarlega erfiða tíma eftir HM 2022 í Katar.
Richarlison greinir sjálfur frá en hann spilaði með Brasilíu sem féll úr leik í 8-liða úrslitum keppninnar.
Þrátt fyrir að vera nálægt hátindi ferilsins á þessum tíma þá leið framherjanum skelfilega utan vallar.
Richarlison var byrjaður að íhuga sjálfsmorð áður en hann leitaði hjálpar hjá sálfræðingi.
,,Ég hafði nýlega spilað á HM maður… Ég var á toppnum, ég var að ná hámarkinu,“ sagði Richarlison.
,,Ég veit ekki, ég ætla ekki að tala um sjálfsmorðshugleiðingarnar en ég var mjög þungyldur og vildi gefast upp.“
,,Jafnvel þó ég geti litið út fyrir að vera andlega sterkur, eftir HM þá virtist allt fara til fjandans. Ég held að sálfræðingurinn hafi bjargað mínu lífi.“
,,Ég fór svo langt að ‘gúggla’ dauða, ég vildi bara sjá einhverjar kjaftasögur af dauða fólks.“