fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
433Sport

Nauðgarinn leystur úr haldi eftir fjórar vikur: Ákvað að halda risastóra veislu – Dæmdur í rúmlega fjögurra ára fangelsi

Victor Pálsson
Föstudaginn 29. mars 2024 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dani Alves var í miklu uppáhaldi hjá mörgum á sínum tíma en hann gerði garðinn frægan sem leikmaður Barcelona.

Alves var nýlega dæmdur í fangelsi fyrir nauðgun en atvikið átti sér stað á næturklúbbi í desember árið 2022.

Brasilíumaðurinn hefur áfrýjað niðurstöðunni en hann var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi.

Alves var leystur úr haldi á dögunum en ónefndur maður þurfti að borga eina milljón evra fyrir tímabundið frelsi leikmannsins.

Samkvæmt fregnum dagsins þá ákvað Alves að fagna því með því að halda risastóra veislu á eigin heimili fyrir fjölskyldu og vini – aðeins degi eftir að hafa verið látinn laus.

Þar var drukkið og dansað alla nóttina en samkvæmt spænskum miðlum endaði veislan klukkan fimm að nóttu til.

Alves er fertugur að aldri en hann lagði skóna á hilluna á síðasta ári. Hann sat inni í um fjórar vikur áður en hann var látinn laus tímabundið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Horfðu á splunkunýjan þátt af Íþróttavikunni þar sem Sævar Atli er gestur

Horfðu á splunkunýjan þátt af Íþróttavikunni þar sem Sævar Atli er gestur
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Svona er lið umferðarinnar í Meistaradeildinni

Svona er lið umferðarinnar í Meistaradeildinni
433Sport
Í gær

Sancho elskar lífið hjá Chelsea

Sancho elskar lífið hjá Chelsea
433Sport
Í gær

Samfélagsmiðlastjörnu bjargað af fjölskylduhundinum eftir atlögu innbrotsþjófa

Samfélagsmiðlastjörnu bjargað af fjölskylduhundinum eftir atlögu innbrotsþjófa
433Sport
Í gær

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“
433Sport
Í gær

Eyðir X síðu sinni nú þegar rannsókn er hafin á færslum hans um gyðinga

Eyðir X síðu sinni nú þegar rannsókn er hafin á færslum hans um gyðinga